Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:37 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Caroline Brehman Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03