Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson skrifa 18. mars 2024 07:01 Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Tómas A. Tómasson Inga Sæland Eyjólfur Ármannsson Jakob Frímann Magnússon Ásthildur Lóa Þórsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar