Lífið

Rétta úr kynjahlutfallinu á Álfta­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Haukur Helgi og Sara Dögg trúlofuðu sig í júlí 2019.
Haukur Helgi og Sara Dögg trúlofuðu sig í júlí 2019. Haukur Helgi

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson og unnusta hans Sara Dögg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur eiga von á sínu þriðja barni. Parið tilkynnti í einlægri færslu á Instgram að von væri á dreng. 

„Lítill laumustrákur sem ætlar aðeins að rétta úr kynjahlutföllunum í fjölskyldunni. Við getum ekki beðið eftir að hitta þig í ágúst,“ segir í færslunni. Fyrir á parið tvær stúlkur, Ernu Maríu og Heklu.

Haukur og Sara Dögg trúlofuðu 29. júní 2019. Í kjölfarið greindi Haukur frá tímamótunum og í einlægri færslu á Instgram þar sem hann fór fögrum orðum um unnustuna:

„Bað besta vin minn í nótt um hönd hennar og hvort hún vildi ekki halda áfram að fylgja mér í gegnum lífið. Þó víða væri leitað væri ekki hægt að finna góðhjartaðri manneskju en hana! Hún kannski gleymir því að það sé 29.06.19 (sjá mynd) og að segja JÁ við mig sé ákveðinn lífstíðardómur af skelfilegum bröndurum og hrekkjum þá gæti ég ekki verið ánægðari! Elska þig.“ 

Haukur Helgi er leikmaður nýliða Álftaness í Subway-deild karla. Hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu og átti frábæran leik í gærkvöld er Álftanes tryggði sig inn í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins.


Tengdar fréttir

Óheppnin eltir Hauk Helga

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið frá keppni síðustu vikur vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í Subway-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×