Sigurbogi Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 16. mars 2024 07:31 Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi. Þau samtök sem eru undir Sigurboga í dag eru eftirfarandi: 1. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra-SAOF sem eru baráttu og þrýstihópur. 2. Sterk saman sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman 3. Foreldrahús sem er fyrir börn og fjölskyldur í vanda. Á þessum fundi voru ekki mörg samtök mætt þó fleiri hafi verið boðuð til. Það er þó trú okkar að við munum vaxa og dafna til þess að geta barist og staðið saman. Við erum sterkari saman ef við þurfum við að beita okkur fyrir einhverju brýnu málefni og því sterkari þeim mun erfiðara að hunsa okkur. Landslagið er ekki uppá marga fiska í áfengis og vímuefnamálum hér á landi og þarf hvert félag fyrir sig að berjast fyrir sínum málstað til að fá aukinn skilning og fjármagn en þar gæti Sigurbogi styrkt okkur öll og sem dæmi má nefna að komi fram þingsályktunartillaga sem eitt félaganna vill skrifa umsögn um, þá er sá möguleiki fyrir hendi að leita til hinna og biðja um stuðning og væri þá umsögnin frá Sigurboga með nöfnum þeirra samtaka sem væru þar undir. Einnig ef það skapaðist sameiginlegur grundvöllur fyrir einhverju einu málefni þá væri það gert undir nafni Sigurboga. Við tökum það skýrt fram að ekki er um samruna að ræða heldur meira stuðningur hvort við annað og samhjálp. Þegar við hjá samtökum aðstandenda og fíknisjúkra byrjuðum okkar starf vorum við fljót að sjá að þetta vantaði því að sannleikurinn er jú sá að í grunnin þá erum við að berjast fyrir sama fólkið, fólk sem á við áfengis og vímefnavanda að stríða þó hvert og eitt félag beiti sér að vissum málaflokki hvers hóps Við skorum á þau samtök sem eru að berjast fyrir bættu lífi, auknum úrræðum, auknum skilning og minni fordómum í garð fíknisjúkra að leggjast á árarnar öll sem eitt. Í framhaldi af því þá trúum við því að róðurinn verði aðeins léttari á mörgum sviðum. Hvert félag með sín markmið og málefni fyrir sinn hóp en sameinuð undir Sigurboga erum við sterkari! Við trúum því að það muni fleiri félög bætast í okkar hóp fyrr en varir. Höfundur er formaður SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi. Þau samtök sem eru undir Sigurboga í dag eru eftirfarandi: 1. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra-SAOF sem eru baráttu og þrýstihópur. 2. Sterk saman sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman 3. Foreldrahús sem er fyrir börn og fjölskyldur í vanda. Á þessum fundi voru ekki mörg samtök mætt þó fleiri hafi verið boðuð til. Það er þó trú okkar að við munum vaxa og dafna til þess að geta barist og staðið saman. Við erum sterkari saman ef við þurfum við að beita okkur fyrir einhverju brýnu málefni og því sterkari þeim mun erfiðara að hunsa okkur. Landslagið er ekki uppá marga fiska í áfengis og vímuefnamálum hér á landi og þarf hvert félag fyrir sig að berjast fyrir sínum málstað til að fá aukinn skilning og fjármagn en þar gæti Sigurbogi styrkt okkur öll og sem dæmi má nefna að komi fram þingsályktunartillaga sem eitt félaganna vill skrifa umsögn um, þá er sá möguleiki fyrir hendi að leita til hinna og biðja um stuðning og væri þá umsögnin frá Sigurboga með nöfnum þeirra samtaka sem væru þar undir. Einnig ef það skapaðist sameiginlegur grundvöllur fyrir einhverju einu málefni þá væri það gert undir nafni Sigurboga. Við tökum það skýrt fram að ekki er um samruna að ræða heldur meira stuðningur hvort við annað og samhjálp. Þegar við hjá samtökum aðstandenda og fíknisjúkra byrjuðum okkar starf vorum við fljót að sjá að þetta vantaði því að sannleikurinn er jú sá að í grunnin þá erum við að berjast fyrir sama fólkið, fólk sem á við áfengis og vímefnavanda að stríða þó hvert og eitt félag beiti sér að vissum málaflokki hvers hóps Við skorum á þau samtök sem eru að berjast fyrir bættu lífi, auknum úrræðum, auknum skilning og minni fordómum í garð fíknisjúkra að leggjast á árarnar öll sem eitt. Í framhaldi af því þá trúum við því að róðurinn verði aðeins léttari á mörgum sviðum. Hvert félag með sín markmið og málefni fyrir sinn hóp en sameinuð undir Sigurboga erum við sterkari! Við trúum því að það muni fleiri félög bætast í okkar hóp fyrr en varir. Höfundur er formaður SAOF.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun