Gervigreind hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 20:30 Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi á vísindaráðstefnunni um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands er alltaf að vinna að því að auka þekkingu starfsfólks stofnunarinnar og því var haldin fjölmenn vísindaráðstefnu í sala Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. „En við slíkar aðstæður getur úrlestur gervigreindar stutt við ákvarðanatöku lækna þar til niðurstöður sérfræðinga liggja fyrir. Og það er líka gott fyrir lækna sem eru á vöktum og hafa ekki aðgang að röntgensérfræðingum að geta fengið niðurstöður strax. Áreiðanleiki gervigreindar er í mörgum tilfellum ekki síðri en greiningar lækna,” sagði Díana meðal annars í erindi sínu. Díana segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé alltaf að fikra sig inn í framtíðina vil að finna lausnir til að hjálpa við þær áskoranir, sem stofnunin stendur frammi fyrir og er að glíma við alla daga. Þar komi gervigreind sterklega inn. Vísindaráðstefnan tókst einstaklega vel en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sat ráðstefnuna. Hér er hann með nokkrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og hún mun hjálpa okkur að auka nákvæmni í allskonar greiningum og getað sparað tíma hjá okkur og við getum veitt skilvirkari þjónustu en hún er að sjálfsögðu ekki að koma í staðinn fyrir okkar starfsfólk heldur er að koma meira inn til að hjálpa okkur og veita betri þjónustu,” segir Díana. Ertu ekkert hrædd við þetta? „Ég er ekki hrædd við þetta en við þurfum að vanda okkur. Við erum að nota viðkvæmar upplýsingar og við þurfum alltaf að taka tillit til þess að horfa til persónuverndar og hvernig við erum að nota þau gögn, sem við erum að setja inn í gervigreindina, klárlega,” segir Díana, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana segist ekki vera hrædd við gervigreindina en það þurfi að vanda mjög vel til verka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Gervigreind Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er alltaf að vinna að því að auka þekkingu starfsfólks stofnunarinnar og því var haldin fjölmenn vísindaráðstefnu í sala Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. „En við slíkar aðstæður getur úrlestur gervigreindar stutt við ákvarðanatöku lækna þar til niðurstöður sérfræðinga liggja fyrir. Og það er líka gott fyrir lækna sem eru á vöktum og hafa ekki aðgang að röntgensérfræðingum að geta fengið niðurstöður strax. Áreiðanleiki gervigreindar er í mörgum tilfellum ekki síðri en greiningar lækna,” sagði Díana meðal annars í erindi sínu. Díana segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé alltaf að fikra sig inn í framtíðina vil að finna lausnir til að hjálpa við þær áskoranir, sem stofnunin stendur frammi fyrir og er að glíma við alla daga. Þar komi gervigreind sterklega inn. Vísindaráðstefnan tókst einstaklega vel en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sat ráðstefnuna. Hér er hann með nokkrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og hún mun hjálpa okkur að auka nákvæmni í allskonar greiningum og getað sparað tíma hjá okkur og við getum veitt skilvirkari þjónustu en hún er að sjálfsögðu ekki að koma í staðinn fyrir okkar starfsfólk heldur er að koma meira inn til að hjálpa okkur og veita betri þjónustu,” segir Díana. Ertu ekkert hrædd við þetta? „Ég er ekki hrædd við þetta en við þurfum að vanda okkur. Við erum að nota viðkvæmar upplýsingar og við þurfum alltaf að taka tillit til þess að horfa til persónuverndar og hvernig við erum að nota þau gögn, sem við erum að setja inn í gervigreindina, klárlega,” segir Díana, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana segist ekki vera hrædd við gervigreindina en það þurfi að vanda mjög vel til verka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Gervigreind Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira