„Við áttum aldrei möguleika“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Fyrir réttum tíu árum síðan sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar í kjölfar þess að sambandið hafði knúið Færeyinga að samningaborðinu með refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra í sinni eigin lögsögu. Stjórnvöld á Írlandi beittu sér af krafti gegn samningnum í ráðherraráði Evrópusambandsins en lutu að lokum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu innan ráðsins þrátt fyrir að um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir írskan sjávarútveg sem þarlendir ráðamenn sögðu samninginn setja í uppnám. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn var undirritaður. Dönsk stjórnvöld höfðu áður orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar tekin var ákvörðun um það að beita Færeyinga áðurnefndum refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld í færeyskri lögsögu. Danskir ráðamenn höfðu beitt sér gegn því að til aðgerðanna yrði gripið en allt fyrir ekki. Fyrir vikið urðu stjórnvöld í Danmörku að sætta sig við það að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu. Þótti málið eðlilega hið neyðarlegasta fyrir ráðamenn í Kaupmannahöfn. Hvorki fulltrúar Íra, Dana eða annarra þjóða innan Evrópusambandsins sátu við borðið þegar samið var um makrílveiðarnar. Ríki sambandsins hafa enda framselt vald sitt til þess að semja meðal annars um fiskveiðar og viðskipti til stofnana þess. Þar sátu fyrir vikið einungis fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga. Færeyingar eru sem kunnugt er ekki fullvalda þjóð en hafa heimastjórn og ráða fyrir vikið meðal annars eigin sjávarútvegsmálum. Ólíkt ríkjum sambandsins. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráðið. Írar og Danir eru sem kunnugt er milljónaþjóðir og fyrir vikið í margfalt sterkari stöðu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sambandsins en Ísland væri landið innan þess. Vægi Írlands og Danmerkur við töku langflestra ákvarðana í ráðherraráðinu er engu að síður ekki beinlínis upp á marga fiska. Þannig er vægi Íra 1,15% við þær aðstæður og Dana 1,31%. Þetta má til dæmis sjá í reiknivél á vefsíðu ráðsins. Miðað við sömu reikniformúlu yrði vægi Íslands innan ráðherraráðsins allajafna einungis um 0,08% kæmi til þess að landið gengi í Evrópusambandið. Það er lítið sem ekkert. Þar með talið í sjávarútvegs- og orkumálum. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland sex þingmenn af rúmlega 700. Það væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Eilítið skárra en í tilfelli ráðherraráðsins en að sama skapi ávísun á lítil sem engin áhrif. Fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins sitja þar ekki fyrir hönd heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn þess. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti í framkvæmdastjórninni engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Frá því að hafa áhrif til „sætis við borðið“ Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins. Það er að til yrði eitt sambandsríki. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni svonefndri árið 1950 sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að hún myndi á lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Markvisst hefur unnið að lokamarkmiðinu allar götur síðan. Nú síðast birtist það til að mynda í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem kemur fram að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðið „áfram“. Leitun hefur hreinlega verið að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Mjög langur vegur er enn fremur frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina. Talsvert minna þó í seinni tíð. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu íslenzkum hagsmunum og aðstæðum enda væru þær ekki teknar með það í huga og við ekki við stjórnvölinn í þeim efnum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað nánar. Það er ekki að ástæðulausu að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um „sæti við borðið“. Engin trygging er jú fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tíu árum síðan sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar í kjölfar þess að sambandið hafði knúið Færeyinga að samningaborðinu með refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra í sinni eigin lögsögu. Stjórnvöld á Írlandi beittu sér af krafti gegn samningnum í ráðherraráði Evrópusambandsins en lutu að lokum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu innan ráðsins þrátt fyrir að um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir írskan sjávarútveg sem þarlendir ráðamenn sögðu samninginn setja í uppnám. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn var undirritaður. Dönsk stjórnvöld höfðu áður orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar tekin var ákvörðun um það að beita Færeyinga áðurnefndum refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld í færeyskri lögsögu. Danskir ráðamenn höfðu beitt sér gegn því að til aðgerðanna yrði gripið en allt fyrir ekki. Fyrir vikið urðu stjórnvöld í Danmörku að sætta sig við það að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu. Þótti málið eðlilega hið neyðarlegasta fyrir ráðamenn í Kaupmannahöfn. Hvorki fulltrúar Íra, Dana eða annarra þjóða innan Evrópusambandsins sátu við borðið þegar samið var um makrílveiðarnar. Ríki sambandsins hafa enda framselt vald sitt til þess að semja meðal annars um fiskveiðar og viðskipti til stofnana þess. Þar sátu fyrir vikið einungis fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga. Færeyingar eru sem kunnugt er ekki fullvalda þjóð en hafa heimastjórn og ráða fyrir vikið meðal annars eigin sjávarútvegsmálum. Ólíkt ríkjum sambandsins. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráðið. Írar og Danir eru sem kunnugt er milljónaþjóðir og fyrir vikið í margfalt sterkari stöðu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sambandsins en Ísland væri landið innan þess. Vægi Írlands og Danmerkur við töku langflestra ákvarðana í ráðherraráðinu er engu að síður ekki beinlínis upp á marga fiska. Þannig er vægi Íra 1,15% við þær aðstæður og Dana 1,31%. Þetta má til dæmis sjá í reiknivél á vefsíðu ráðsins. Miðað við sömu reikniformúlu yrði vægi Íslands innan ráðherraráðsins allajafna einungis um 0,08% kæmi til þess að landið gengi í Evrópusambandið. Það er lítið sem ekkert. Þar með talið í sjávarútvegs- og orkumálum. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland sex þingmenn af rúmlega 700. Það væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Eilítið skárra en í tilfelli ráðherraráðsins en að sama skapi ávísun á lítil sem engin áhrif. Fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins sitja þar ekki fyrir hönd heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn þess. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti í framkvæmdastjórninni engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Frá því að hafa áhrif til „sætis við borðið“ Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins. Það er að til yrði eitt sambandsríki. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni svonefndri árið 1950 sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að hún myndi á lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Markvisst hefur unnið að lokamarkmiðinu allar götur síðan. Nú síðast birtist það til að mynda í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem kemur fram að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðið „áfram“. Leitun hefur hreinlega verið að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Mjög langur vegur er enn fremur frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina. Talsvert minna þó í seinni tíð. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu íslenzkum hagsmunum og aðstæðum enda væru þær ekki teknar með það í huga og við ekki við stjórnvölinn í þeim efnum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað nánar. Það er ekki að ástæðulausu að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um „sæti við borðið“. Engin trygging er jú fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun