Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. mars 2024 19:15 Sjöfn Steinsen segir dagana eftir slysið hafa verið afar erfiða. Vísir/Steingrímur Dúi Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“ Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“
Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira