Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 09:14 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur oft haft rétt fyrir sér þegar hann spáir fyrir um upphaf eldgoss. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira