Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 07:56 Forsetarnir töluðu saman í síma í fyrsta sinn í meira en mánuð en þeir hittust síðast í október síðastliðnum. Getty/Anadolu/GPO Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Sjá meira
Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“