Markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi er búinn að gera tveggja ára samning við Val og spilar í fyrsta sinn í efstu deild á Íslandi í sumar.
Valsliðið æfði á Hlíðarenda í morgun og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísi, var með vélina á lofti og náði myndum af þessari fyrstu æfingu Gylfa hér á landi eftir að hann var staðfestur leikmaður Vals.
Fyrsti leikur Gylfa með Val verður væntanlega á morgun á móti ÍA í undanúrslitum Lengjubikars karla. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á N1 vellinum á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

