70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:31 Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Skipulag Píratar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun