Segir yfirmann hjá Subway hafa fylgst stöðugt með sér í gegnum myndavélar Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 16:14 Málið varðar starfsstöð Subway á Íslandi, en ekki kemur fram í úrskurðinum um hvaða stað ræðir. Vísir/Vilhelm Rekstraraðila Subway á Íslandi, Stjörnunni ehf., hefur verið gert að greiða 1,5 milljóna stjórnvaldssekt vegna vöktunar yfirmanns á starfsmanni Subway. Þetta ákvarðaði Persónuvernd. Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð. Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð.
Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira