Forsprakki verkefnisins „Stækkaðu framtíðina“ heimsótti Landakotsskóla Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2024 07:00 Úr Landakotsskóla í gær. Breski sendiherrann Bryony Mathew var í hópi þeirra sem heimsóttu börnin. Breska sendiráðið Forsprakki verkefnisins „Stækkaðu framtíðina”, Bretinn Nick Chambers, var í hópi fólks sem heimsótti 5. bekk Landakotsskóla í Reykjavík í gær þar sem spjallað var um starfstækifæri framtíðarinnar, fjölbreytileika og framtíðardrauma nemenda. Auk Chambers heimsótti breski sendiherrann Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason nemendurna. Tilefni heimsóknarinnar var verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ sem ætlað er að tengja fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun, en ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, kynntu verkefnið í síðasta mánuði. Verkefnið verður í umsjá Nýsköpunar- og menntasamfélags (NýMennt) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er aðalskipuleggjandi þess Ragna Skinner, verkefnastjóri hjá háskólanum. Í heimsókninni í Landakotsskóla gaf Sævar Helgi, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, krökkunum innsýn í starf sitt og hvað leiddi hann þangað. Nick Chambers, Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason í Landakotsskóla.Breska sendiráðið Nick Chambers er forsprakki upprunalegu útgáfu verkefnisins í Bretlandi sem nefnist Inspiring the Future og var sett á laggirnar í Bretlandi árið 2012. Verkefnið hefur einnig verið sett upp í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Sviss. Nick kom til landsins á vegum breska sendiráðsins til að ræða meðal annars við ýmsa tengiliði úr skólakerfinu og stjórnmálum. Nú þegar hafa yfir sex hundruð sjálfboðaliðar skráð sig til leiks en í heimsókn sinni hefur Nick lagt áherslu á að fá eins fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða og mögulegt er, og hvetur fólk í öllum starfsgreinum og hlutverkum að skrá sig. Breski sendiherrann Dr Bryony Mathew hefur sjálf skráð sig sem sjálfboðaliða í verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ en hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá „Inspiring the Future“ í nokkurn tíma og talað við fjölda nemenda í Bretlandi í gegnum fjarfundarbúnað. Breska sendiráðið „Á Íslandi fer Bryony í grunnskóla víða um Ísland ásamt Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur sem einnig starfa í sendiráðinu, en nú hafa þær hitt yfir 600 börn á landinu þar sem þær kynna bókina „Tæknitröll og íseldfjöll“ sem Bryony skrifaði fyrir íslensk börn um spennandi störf framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Breska sendiráðið Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bretland Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58 Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Tilefni heimsóknarinnar var verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ sem ætlað er að tengja fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun, en ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, kynntu verkefnið í síðasta mánuði. Verkefnið verður í umsjá Nýsköpunar- og menntasamfélags (NýMennt) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er aðalskipuleggjandi þess Ragna Skinner, verkefnastjóri hjá háskólanum. Í heimsókninni í Landakotsskóla gaf Sævar Helgi, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, krökkunum innsýn í starf sitt og hvað leiddi hann þangað. Nick Chambers, Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason í Landakotsskóla.Breska sendiráðið Nick Chambers er forsprakki upprunalegu útgáfu verkefnisins í Bretlandi sem nefnist Inspiring the Future og var sett á laggirnar í Bretlandi árið 2012. Verkefnið hefur einnig verið sett upp í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Sviss. Nick kom til landsins á vegum breska sendiráðsins til að ræða meðal annars við ýmsa tengiliði úr skólakerfinu og stjórnmálum. Nú þegar hafa yfir sex hundruð sjálfboðaliðar skráð sig til leiks en í heimsókn sinni hefur Nick lagt áherslu á að fá eins fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða og mögulegt er, og hvetur fólk í öllum starfsgreinum og hlutverkum að skrá sig. Breski sendiherrann Dr Bryony Mathew hefur sjálf skráð sig sem sjálfboðaliða í verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ en hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá „Inspiring the Future“ í nokkurn tíma og talað við fjölda nemenda í Bretlandi í gegnum fjarfundarbúnað. Breska sendiráðið „Á Íslandi fer Bryony í grunnskóla víða um Ísland ásamt Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur sem einnig starfa í sendiráðinu, en nú hafa þær hitt yfir 600 börn á landinu þar sem þær kynna bókina „Tæknitröll og íseldfjöll“ sem Bryony skrifaði fyrir íslensk börn um spennandi störf framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Breska sendiráðið
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bretland Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58 Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58
Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35