Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 14:12 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla átaka í Súdan á undanförnum mánuðum. AP/Gregorio Borgia Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira