Norðurlönd – friður og öryggi Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun