Ekki brennimerkja börn! Viðar Eggertsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun