Fram fram fylking Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 24. mars 2024 09:01 Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar