Sárlega saknað á lífsins vegi, hljóðlega minnst á hverjum degi Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 23. mars 2024 18:01 Við hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra SAOF eigum erfitt með að skilja og samþykkja það afskipta og stefnuleysi sem ríkir í áfengis og fíkniefnamálum. Það er sorgleg staðreynd að á ári hverju deyja 80-100 manns af völdum áfengis og vímuefna og á bakvið hvern einasta einstakling er fjölskylda og vinir sem eftir sitja og eiga um sárt að binda. Við vitum að mörg dauðsföll hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólkið okkar hefði komist í viðeigandi úrræði og það er sárt til þess að hugsa að kannski hefði það bjargað viðkomandi að hafa átt tök á hjálp. Fíknisjúkdómurinn er grimmur, það eru fáir sjúkdómar sem svipta þig jafn miklu og hann. Sumir halda að þetta hafi allt með viljan að gera en við getum sagt ykkur strax að svo er ekki þ.e.a.s ef viljinn væri fyrir hendi þá væri auðvelt að hætta. Sjúkdómurinn er ekki bara skilgreindur sem andlegur heldur líka líkamlegur sem þýðir að líkamleg viðbrögð fíknisjúklings eru frábrugðin þeim sem eru ekki með ofnæmið. Fíknisjúkdómurinn mætir ekki sama skilning og aðrir sjúkdómar. Við ætlum að gefa ykkur smá innsýn í þann heim sem sjúklingur og aðstandendur þurfa að lifa og hrærast í en sá heimur hefur hræðilegar afleiðingar fyrir sjúkling og fjölskyldu hans. Svokölluð föll eru ein af aðaleinkennum sjúkdómsins fall er þegar viðkomandi slær niður í veikindunum eftir edrú tíma og verður virkur vímuefnaneytandi. Það er mikið niðurbrot í lífi allra þegar sjúklingur sem hefur náð bata fellur. Fíknisjúklingurinn fær stundum að heyra og þá oftast í niðrandi tón: ”hva! þú ert bara fallinn!”.Hann fær ekki sömu viðbrögð og aðrir sem veikjast aftur af sínum sjúkdóm, hann fær sleggjudóma. Víman sem sjúklingurinn sækist í getur orðið til þess að svipta hann ráði og rænu og málshátturinn: ”öl er innri maður” er ekki sannur. Þú getur misst það mikla rænu að þú gerir hræðilega hluti, hluti sem þú myndir aldrei gera öðruvísi en vera í svokölluðu ”black out ástandi” og í framhaldi af þvi lendirðu jafnvel í fangelsi. Fíknin leiðir þig á hræðilega staði það er engu um það ráðið, hún stjórnar og gerir sjúklingin oft það örvæntingafullan að hann selur líkama sinn til að fá næsta skammt, hann gerir allt sem til þarf og hefur þetta með vilja að gera? Nei! Það að selja sig og þurfa svo að upplifa alla þá sálarlegu þjáningu sem þvi fylgir, ekki held ég að nokkur manneskja vilji það. Hefur það með vilja að gera að missa húnæðið, heimili sitt og öryggi sitt og skjól frá umheiminum eins og heimilin eru okkur öllum vegna þess að næsti skammtur gengur fyrir öllu öðru? Ekki held ég neinn velji það að vera heimilislaus. Á lokastigi sjúkdómsins er þetta bara orðið þjáning, sem viðkomandi sér ekki framúr. Hann lifir svo nöturlegu lífi, hann er orðin einangraður félagslega og hann á erfitt með að sjá að hann komist út úr þessu hræðilega ástandi. Hver yrði ekki úrkula vonar, aleinn yfirgefin og leiðin þangað vörðuð erfiðleikum, vonbrigðum og sársauka. Margir myndu segja þetta sjálfskaparvíti, það þykir mér afar heimskulega að orði komist, hver myndi velja sér þessa leið, leið sem er þyrnum stráð? Enginn! Hryllingurinn, eymdin, útskúfun og öll sorgarsagan endar því miður oft með dauða, yfirleytt ótímabærum dauða. Sá sem fær veikindi sín meðhöndluð þarf ekki að takast á við þann hrylling sem þessu veika fólki er boðið uppá, það að komast ekki í læknishjálpina, hann fær lyf, hann getur hringt á sjúkrabíl, hann fær ekki á sig dóma samfélagsins ef honum slær niður vegna veikinda. Hann verður ekki yfirgefin vegna þess að fjölskylda og vinir eru búnir að gefast upp, hann missir ekki húsnæðið sitt vegna þess að baráttan fyrir næsta skammt tekur alla hans peninga og hann brýtur ekki á sjálfum sér né öðrum til að þurfa að þjóna sjúkdómnum. Fíkn er fangelsi, hún er einsog gaddavír sem nístir og þrengir meira og meira að þér og fjölskyldu þinni. Fíkn er líka fangelsi fyrir aðstandanda hvort sem hann skiptir sér af þeim veika eða ekki, þá er hugurinn sífellt bundin við þá sem þú elskar og veist að eru að þjást. Meðvirkni er ofnotað orð og skautar oft yfir eðlilegar tilfinningar. Við trúum að allir séu að gera sitt besta og hver og einn, en aðstandandi fær oft að heyra að hvað hann sé að gera vitlaust og hann sé meðvirkur. Heilu fjölskyldurnar sundrast vegna ástandsins sem fíknisjúkdómurinn veldur og fjölskyldan heldur öll í sína hvora áttina til að reyna að lifa af og það er ein afleiðing þessa erfiða sjúkdóms. allir fara í sína áttina hverja og enginn eðlileg fjölskyldutengsl til staðar það er allt brotið. Raunverulega standa allir í kringum þann sjúka einir samanborið að allir allir samþjappast í kringum aðra sjúklina sem hafa viðurkenndan kvilla og fá fjölskyldufundi með læknum um ástand og næstu skref. Í upphafi þessar greinar þá skrifum við um stefnuleysi í áfengis og vímuefnavörnum og það er núverandi ástand sem við búum við. Svarta skýrslan undirstrikaði það sem við erujm alltaf að tala um og vonum við að með tilkomu hennar sjáum við framá betri tíma og að heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis og vímuvörnum og eiga niðurstöður hópsins að liggja fyrir 01.09 2024. Stefnan á að taka til forvarna, meðferðar og eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis, hún á einnig að taka mið af þörfum mismunandi hópa, ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. stefnan sem unnið hefur verið eftir er síðan 2013 og því löngu tímabært að kerfið taki við sér. það sem væri hings vegar hægt að gera strax er að auka fjármagn til allra þeirra góðu úrræða sem við höfum nú þegar, það er ekki eftir neinu að bíða og myndi virka eins og vítamínssprauta ef allar meðferðarstöðvarnar og afeitrunarstöð Vogs gætu keyrt á fullu. Það eru mannslíf í húfi þetta á ekki að snúast um krónur og aura. Þið getið gert þetta strax! Það sem meira er að ykkur ber skylda til þess! Við erum ekki að fara bíða þegjandi eftir þeirri innspýtingu. Til að minnast þeirra látnu sem töpuðu eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn þá verður minningarathöfn í Dómkirkjunni þann 26.03 kl 17:00 og mun séra Bjarni Karlsson fara með minningarorð og Páll Óskar Hjálmtýsson mun syngja falleg lög. Dagskráin er sú að hver sem vill getur skilið eftir bréf í kassa sem liggur í andyri kirkjunnar og samtökin skila svo inná alþingi daginn eftir. Bréfin eru hugsuð til þess að hver sem er geti skrifað þær hugrenningar niður sem hann vill og eiga erindi inná Alþingi bæði til áminningar fyrir alþingismenn og til að segja þeim hvað þarf að bæta og gera. Til að gefa dæmi erum við með bréf í höndunum þar sem sonur skrifar skrifar um ástæðu þess að faðir hans dó. Hann dó vegna þess að hann var á biðlista og hafði ekki aðgang að hjálpinni, það var ótímabær dauðdagi sem skrifast alfarið á aðgerða og afskiptaleysi stjórnvalda. Að athöfn lokinni skiljum við eftir rósir á tröppum alþingis ein rós fyrir hvern látin ástvin. Höfundur er formaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Við hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra SAOF eigum erfitt með að skilja og samþykkja það afskipta og stefnuleysi sem ríkir í áfengis og fíkniefnamálum. Það er sorgleg staðreynd að á ári hverju deyja 80-100 manns af völdum áfengis og vímuefna og á bakvið hvern einasta einstakling er fjölskylda og vinir sem eftir sitja og eiga um sárt að binda. Við vitum að mörg dauðsföll hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólkið okkar hefði komist í viðeigandi úrræði og það er sárt til þess að hugsa að kannski hefði það bjargað viðkomandi að hafa átt tök á hjálp. Fíknisjúkdómurinn er grimmur, það eru fáir sjúkdómar sem svipta þig jafn miklu og hann. Sumir halda að þetta hafi allt með viljan að gera en við getum sagt ykkur strax að svo er ekki þ.e.a.s ef viljinn væri fyrir hendi þá væri auðvelt að hætta. Sjúkdómurinn er ekki bara skilgreindur sem andlegur heldur líka líkamlegur sem þýðir að líkamleg viðbrögð fíknisjúklings eru frábrugðin þeim sem eru ekki með ofnæmið. Fíknisjúkdómurinn mætir ekki sama skilning og aðrir sjúkdómar. Við ætlum að gefa ykkur smá innsýn í þann heim sem sjúklingur og aðstandendur þurfa að lifa og hrærast í en sá heimur hefur hræðilegar afleiðingar fyrir sjúkling og fjölskyldu hans. Svokölluð föll eru ein af aðaleinkennum sjúkdómsins fall er þegar viðkomandi slær niður í veikindunum eftir edrú tíma og verður virkur vímuefnaneytandi. Það er mikið niðurbrot í lífi allra þegar sjúklingur sem hefur náð bata fellur. Fíknisjúklingurinn fær stundum að heyra og þá oftast í niðrandi tón: ”hva! þú ert bara fallinn!”.Hann fær ekki sömu viðbrögð og aðrir sem veikjast aftur af sínum sjúkdóm, hann fær sleggjudóma. Víman sem sjúklingurinn sækist í getur orðið til þess að svipta hann ráði og rænu og málshátturinn: ”öl er innri maður” er ekki sannur. Þú getur misst það mikla rænu að þú gerir hræðilega hluti, hluti sem þú myndir aldrei gera öðruvísi en vera í svokölluðu ”black out ástandi” og í framhaldi af þvi lendirðu jafnvel í fangelsi. Fíknin leiðir þig á hræðilega staði það er engu um það ráðið, hún stjórnar og gerir sjúklingin oft það örvæntingafullan að hann selur líkama sinn til að fá næsta skammt, hann gerir allt sem til þarf og hefur þetta með vilja að gera? Nei! Það að selja sig og þurfa svo að upplifa alla þá sálarlegu þjáningu sem þvi fylgir, ekki held ég að nokkur manneskja vilji það. Hefur það með vilja að gera að missa húnæðið, heimili sitt og öryggi sitt og skjól frá umheiminum eins og heimilin eru okkur öllum vegna þess að næsti skammtur gengur fyrir öllu öðru? Ekki held ég neinn velji það að vera heimilislaus. Á lokastigi sjúkdómsins er þetta bara orðið þjáning, sem viðkomandi sér ekki framúr. Hann lifir svo nöturlegu lífi, hann er orðin einangraður félagslega og hann á erfitt með að sjá að hann komist út úr þessu hræðilega ástandi. Hver yrði ekki úrkula vonar, aleinn yfirgefin og leiðin þangað vörðuð erfiðleikum, vonbrigðum og sársauka. Margir myndu segja þetta sjálfskaparvíti, það þykir mér afar heimskulega að orði komist, hver myndi velja sér þessa leið, leið sem er þyrnum stráð? Enginn! Hryllingurinn, eymdin, útskúfun og öll sorgarsagan endar því miður oft með dauða, yfirleytt ótímabærum dauða. Sá sem fær veikindi sín meðhöndluð þarf ekki að takast á við þann hrylling sem þessu veika fólki er boðið uppá, það að komast ekki í læknishjálpina, hann fær lyf, hann getur hringt á sjúkrabíl, hann fær ekki á sig dóma samfélagsins ef honum slær niður vegna veikinda. Hann verður ekki yfirgefin vegna þess að fjölskylda og vinir eru búnir að gefast upp, hann missir ekki húsnæðið sitt vegna þess að baráttan fyrir næsta skammt tekur alla hans peninga og hann brýtur ekki á sjálfum sér né öðrum til að þurfa að þjóna sjúkdómnum. Fíkn er fangelsi, hún er einsog gaddavír sem nístir og þrengir meira og meira að þér og fjölskyldu þinni. Fíkn er líka fangelsi fyrir aðstandanda hvort sem hann skiptir sér af þeim veika eða ekki, þá er hugurinn sífellt bundin við þá sem þú elskar og veist að eru að þjást. Meðvirkni er ofnotað orð og skautar oft yfir eðlilegar tilfinningar. Við trúum að allir séu að gera sitt besta og hver og einn, en aðstandandi fær oft að heyra að hvað hann sé að gera vitlaust og hann sé meðvirkur. Heilu fjölskyldurnar sundrast vegna ástandsins sem fíknisjúkdómurinn veldur og fjölskyldan heldur öll í sína hvora áttina til að reyna að lifa af og það er ein afleiðing þessa erfiða sjúkdóms. allir fara í sína áttina hverja og enginn eðlileg fjölskyldutengsl til staðar það er allt brotið. Raunverulega standa allir í kringum þann sjúka einir samanborið að allir allir samþjappast í kringum aðra sjúklina sem hafa viðurkenndan kvilla og fá fjölskyldufundi með læknum um ástand og næstu skref. Í upphafi þessar greinar þá skrifum við um stefnuleysi í áfengis og vímuefnavörnum og það er núverandi ástand sem við búum við. Svarta skýrslan undirstrikaði það sem við erujm alltaf að tala um og vonum við að með tilkomu hennar sjáum við framá betri tíma og að heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis og vímuvörnum og eiga niðurstöður hópsins að liggja fyrir 01.09 2024. Stefnan á að taka til forvarna, meðferðar og eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis, hún á einnig að taka mið af þörfum mismunandi hópa, ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. stefnan sem unnið hefur verið eftir er síðan 2013 og því löngu tímabært að kerfið taki við sér. það sem væri hings vegar hægt að gera strax er að auka fjármagn til allra þeirra góðu úrræða sem við höfum nú þegar, það er ekki eftir neinu að bíða og myndi virka eins og vítamínssprauta ef allar meðferðarstöðvarnar og afeitrunarstöð Vogs gætu keyrt á fullu. Það eru mannslíf í húfi þetta á ekki að snúast um krónur og aura. Þið getið gert þetta strax! Það sem meira er að ykkur ber skylda til þess! Við erum ekki að fara bíða þegjandi eftir þeirri innspýtingu. Til að minnast þeirra látnu sem töpuðu eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn þá verður minningarathöfn í Dómkirkjunni þann 26.03 kl 17:00 og mun séra Bjarni Karlsson fara með minningarorð og Páll Óskar Hjálmtýsson mun syngja falleg lög. Dagskráin er sú að hver sem vill getur skilið eftir bréf í kassa sem liggur í andyri kirkjunnar og samtökin skila svo inná alþingi daginn eftir. Bréfin eru hugsuð til þess að hver sem er geti skrifað þær hugrenningar niður sem hann vill og eiga erindi inná Alþingi bæði til áminningar fyrir alþingismenn og til að segja þeim hvað þarf að bæta og gera. Til að gefa dæmi erum við með bréf í höndunum þar sem sonur skrifar skrifar um ástæðu þess að faðir hans dó. Hann dó vegna þess að hann var á biðlista og hafði ekki aðgang að hjálpinni, það var ótímabær dauðdagi sem skrifast alfarið á aðgerða og afskiptaleysi stjórnvalda. Að athöfn lokinni skiljum við eftir rósir á tröppum alþingis ein rós fyrir hvern látin ástvin. Höfundur er formaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar