„Við förum upp aftur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. mars 2024 19:55 Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem þjálfari og ætlar nú að taka sér smá hlé Vísir/Anton Brink KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni eftir hetjulega baráttu gegn Fram í Lambhagahöllinni í kvöld. Lokatölur 26-23 í leik þar sem Norðankonur voru lentar tíu mörkum undir eftir 13 mínútna leik en náðu að minnka muninn niður í tvö mörk á kafla í síðari hálfleik. Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum. Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum.
Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira