Netanjahú í fýlu við Biden Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 19:15 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56