Beinir spjótunum enn að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 22:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. Minnst 139 létu lífið í árásinni þegar fjórir menn hófu skothríð í tónleikahöllinni og kveiktu þar eld. Lögreglan er sögð hafa verið lengi að bregðast við árásinni og mennirnir komust á brott. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Pútín varaði við því að fleiri árásir gætu verið gerðar og ýjaði aftur að því að Vesturlönd kæmu mögulega að þeim. Hann nefndi ekki í ávarpi sínu að Bandaríkjamenn hefðu varað við árás og að upplýsingum um mögulegar árásir hefði verið deilt með yfirvöldum í Rússlandi. Pútín hét fagmannlegri rannsókn á árásinni svo hægt væri að komast að því hverjir högnuðust á henni. Hélt hann því fram að mögulega væri árásin ein af mörgum frá „ný-nasistum“ í Úkraínu, sem hefðu átt í stríði við Rússland frá 2014. Það ár studdu Rússar aðskilnaðarsinna í Úkraínu með vopnum, peningum og beinni hernaðaraðstoð og gerðu þeir einnig innrás á Krímskaga og innlimuðu hann ólöglega af Úkraínu. Blaðamaðurinn Kevin Rothrock þýddi hluta ræðu Pútíns á ensku í kvöld. Just now, in a conference with senior officials, Putin more or less blamed the Ukrainian government for orchestrating Friday s terrorist attack. Speaking more vaguely but with the same accusation, he also placed responsibility on Washington. Here are those comments, subtitled. pic.twitter.com/XPtWomIKZF— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 25, 2024 Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Yfirvöld í Rússlandi hafa engar sannanir sýnt sem benda til þess að árásarmennirnir fjórir, sem eru farandverkamenn frá Tadsíkistan, tengist Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa verið handteknir á leið að víggirtum landamærum Rússlands og Úkraínu og hefur Pútín haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að opna leið fyrir þá inn í landið. Þegar mennirnir voru handteknir voru þeir pyntaðir. Eyrað var skorið af einum þeirra og því troðið upp í hann. Annar var bundinn og honum gefið raflost í kynfærin. Lögregluþjónar tóku í sumum tilfellum þessar pyntingar upp og birtu myndböndin á netinu. Sjá einnig: Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Ráðamenn í Úkraínu þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó ítrekað birt fréttir þar sem því er haldið fram að Úkraínumenn tengist árásinni á einhvern hátt. ISIS birti myndband sem mennirnir tóku Íslamska ríkið í Khorasan, sem er angi ISIS sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst Afganistan og í Pakistan og Íran, lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni. Skömmu eftir að yfirlýsingin var birt á netinu var því víða haldið fram á samfélagsmiðlum að yfirlýsingin væri fölsuð, sem hún var ekki. Í kjölfarið birti fréttaveita ISIS myndefni af árásinni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp. Þá höfðu yfirvöld í Bandaríkjunum varað við því fyrr í mánuðinum að upplýsingar um að vígamenn ISIS-K ætluðu sér árásir á fjölmenna staði í Moskvu hefðu litið dagsins ljós. Sama dag og sú viðvörun var gefin út lýstu forsvarsmenn leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Pútín gagnrýndi þessar viðvaranir í síðustu viku og sakaði Bandaríkjamenn um að reyna að kúga Rússnesku þjóðina. Sérfræðingur í málefnum Rússlands, sem ræddi við blaðamann New York Times, segir fréttaflutning Rússa um tengingu Úkraínu við árásina líklega ætluðum Rússum en ekki alþjóðasamfélaginu. Umfjöllunin væri pólitísks eðlis. Áhugasamir geta séð hluta úr mjög vinsælum spjallþætti í Rússlandi sem sýndur var í kvöld. Stjórnendur þáttarins og gestir eru meðal helstu málpípna Kreml. Pútín hóf nýverið nýtt sex ára kjörtímabil í Rússlandi og hafa fregnir borist af því að hann hafi í kjölfarið ætlað sér að „hreinsa til“ í Rússlandi, tryggja stöðu sína enn frekar og herja á andstæðinga sína innanlands og koma böndum á „elítu“ Rússlands. Sagði ISIS hafa reynt árásir í Frakklandi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í dag að sérfræðingar leyniþjónustusamfélags Frakklands hefðu komist að þeirri niðurstöðu að árásin hafi verið gerð af ISIS og sagði að sami angi samtakanna hefði reynt að gera árásir í Frakklandi á undanförnum mánuðum. Hann tók þó ekki fram hvaða anga ISIS-samtakanna hann væri að tala um. Yfirvöld í Frakklandi hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í dag. Vígamenn íslamska ríkisins eru virkir víða um heim. Þeir eru enn virkir í Írak og Sýrlandi, þó kalífadæmi þeirra hafi verið brotið á bak aftur. Þeir eru einnig virkir í Suðaustur-Asíu, Mið-Asíu og í Afríku, svo einhver svæði séu nefnd. ISIS-K voru stofnuð árið 2015 og hafa vígamenn samtakanna gert fjölmargar mannskæðar árásir síðan þá. Vígamenn samtakanna hafa horn í síðu Rússa og en ISIS-liðar hafa barist við Rússa og/eða málaliða þeirra og bandamenn í Sýrlandi og í Afríku á undanförnum árum. Þá eru Talíbanar miklir fjandmenn ISIS-K og hafa forsvarsmenn samtakanna gagnrýnt Talíbana fyrir náin samskipti þeirra við Rússa. Rússland hefur einnig oft verið tekið fyrir í áróðri ISIS-K og þá er iðulega vísað í slæma meðferð á múslimum í Mið-Asíu og víðar í gegnum árin. Rússland Úkraína Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Minnst 139 létu lífið í árásinni þegar fjórir menn hófu skothríð í tónleikahöllinni og kveiktu þar eld. Lögreglan er sögð hafa verið lengi að bregðast við árásinni og mennirnir komust á brott. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Pútín varaði við því að fleiri árásir gætu verið gerðar og ýjaði aftur að því að Vesturlönd kæmu mögulega að þeim. Hann nefndi ekki í ávarpi sínu að Bandaríkjamenn hefðu varað við árás og að upplýsingum um mögulegar árásir hefði verið deilt með yfirvöldum í Rússlandi. Pútín hét fagmannlegri rannsókn á árásinni svo hægt væri að komast að því hverjir högnuðust á henni. Hélt hann því fram að mögulega væri árásin ein af mörgum frá „ný-nasistum“ í Úkraínu, sem hefðu átt í stríði við Rússland frá 2014. Það ár studdu Rússar aðskilnaðarsinna í Úkraínu með vopnum, peningum og beinni hernaðaraðstoð og gerðu þeir einnig innrás á Krímskaga og innlimuðu hann ólöglega af Úkraínu. Blaðamaðurinn Kevin Rothrock þýddi hluta ræðu Pútíns á ensku í kvöld. Just now, in a conference with senior officials, Putin more or less blamed the Ukrainian government for orchestrating Friday s terrorist attack. Speaking more vaguely but with the same accusation, he also placed responsibility on Washington. Here are those comments, subtitled. pic.twitter.com/XPtWomIKZF— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 25, 2024 Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Yfirvöld í Rússlandi hafa engar sannanir sýnt sem benda til þess að árásarmennirnir fjórir, sem eru farandverkamenn frá Tadsíkistan, tengist Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa verið handteknir á leið að víggirtum landamærum Rússlands og Úkraínu og hefur Pútín haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að opna leið fyrir þá inn í landið. Þegar mennirnir voru handteknir voru þeir pyntaðir. Eyrað var skorið af einum þeirra og því troðið upp í hann. Annar var bundinn og honum gefið raflost í kynfærin. Lögregluþjónar tóku í sumum tilfellum þessar pyntingar upp og birtu myndböndin á netinu. Sjá einnig: Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Ráðamenn í Úkraínu þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó ítrekað birt fréttir þar sem því er haldið fram að Úkraínumenn tengist árásinni á einhvern hátt. ISIS birti myndband sem mennirnir tóku Íslamska ríkið í Khorasan, sem er angi ISIS sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst Afganistan og í Pakistan og Íran, lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni. Skömmu eftir að yfirlýsingin var birt á netinu var því víða haldið fram á samfélagsmiðlum að yfirlýsingin væri fölsuð, sem hún var ekki. Í kjölfarið birti fréttaveita ISIS myndefni af árásinni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp. Þá höfðu yfirvöld í Bandaríkjunum varað við því fyrr í mánuðinum að upplýsingar um að vígamenn ISIS-K ætluðu sér árásir á fjölmenna staði í Moskvu hefðu litið dagsins ljós. Sama dag og sú viðvörun var gefin út lýstu forsvarsmenn leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Pútín gagnrýndi þessar viðvaranir í síðustu viku og sakaði Bandaríkjamenn um að reyna að kúga Rússnesku þjóðina. Sérfræðingur í málefnum Rússlands, sem ræddi við blaðamann New York Times, segir fréttaflutning Rússa um tengingu Úkraínu við árásina líklega ætluðum Rússum en ekki alþjóðasamfélaginu. Umfjöllunin væri pólitísks eðlis. Áhugasamir geta séð hluta úr mjög vinsælum spjallþætti í Rússlandi sem sýndur var í kvöld. Stjórnendur þáttarins og gestir eru meðal helstu málpípna Kreml. Pútín hóf nýverið nýtt sex ára kjörtímabil í Rússlandi og hafa fregnir borist af því að hann hafi í kjölfarið ætlað sér að „hreinsa til“ í Rússlandi, tryggja stöðu sína enn frekar og herja á andstæðinga sína innanlands og koma böndum á „elítu“ Rússlands. Sagði ISIS hafa reynt árásir í Frakklandi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í dag að sérfræðingar leyniþjónustusamfélags Frakklands hefðu komist að þeirri niðurstöðu að árásin hafi verið gerð af ISIS og sagði að sami angi samtakanna hefði reynt að gera árásir í Frakklandi á undanförnum mánuðum. Hann tók þó ekki fram hvaða anga ISIS-samtakanna hann væri að tala um. Yfirvöld í Frakklandi hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í dag. Vígamenn íslamska ríkisins eru virkir víða um heim. Þeir eru enn virkir í Írak og Sýrlandi, þó kalífadæmi þeirra hafi verið brotið á bak aftur. Þeir eru einnig virkir í Suðaustur-Asíu, Mið-Asíu og í Afríku, svo einhver svæði séu nefnd. ISIS-K voru stofnuð árið 2015 og hafa vígamenn samtakanna gert fjölmargar mannskæðar árásir síðan þá. Vígamenn samtakanna hafa horn í síðu Rússa og en ISIS-liðar hafa barist við Rússa og/eða málaliða þeirra og bandamenn í Sýrlandi og í Afríku á undanförnum árum. Þá eru Talíbanar miklir fjandmenn ISIS-K og hafa forsvarsmenn samtakanna gagnrýnt Talíbana fyrir náin samskipti þeirra við Rússa. Rússland hefur einnig oft verið tekið fyrir í áróðri ISIS-K og þá er iðulega vísað í slæma meðferð á múslimum í Mið-Asíu og víðar í gegnum árin.
Rússland Úkraína Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent