Skoðun

Vikan með Gísla

Árný Björg Blandon skrifar

Mikið væri gaman að vita hvað hefði gerst Í þættinum Vikan með Gísla Marteini, ef önnur trúarbrögð hefðu verið tekin fyrir, gert grín að þeim og hlegið dátt?

Þá hefði Rúv sjálfsagt verið kennt um rasisma, og fordóma, jafnvel ofbeldi. Sem er eðlilegt.

Er í lagi að hæða kross Jesú Krist og kristna trú sem er arfur okkar Íslendinga?

Og rétt fyrir páskahátíðina í þokkabót!

Vissu Rúv og Gísli Marteinn af því að Berglind Pétursdóttir ætlaði að taka fyrir kristna trú og gera grína að henni?

Fyrirgefið, en ég skil þetta engan veginn enda held ég að mörgum Íslendingum hafi ekki stokkið bros vör. Aðrir kannski verið meðvirkir. Og kynslóðir sem hafa ekki hugmynd um af hverju við höldum páska fundist þetta fyndið af því að mörg þeirra þekkja ekki ástæðuna fyrir því að við höldum þessa heilögu hátíð.

Rúv, Gísli Marteinn og Berglind Pétursdóttir mega alveg biðjast afsökunar eða hreinlega fyrirgefningar á þessu innleggi sínu. Það myndi sýna smá manndóm, eftirsjá og virðingu fyrir þeim sem ganga inn í þessa páskahátíð full þakklætis fyrir það sem Jesús Kristur gerði með krossdauða sínum og upprisu.

Höfundur vinnur við textaritun og þýðingar.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×