Assange verður ekki framseldur strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 11:20 Julian Assange þarf að bíða enn lengur eftir niðurstöðu. Getty/Jack Taylor Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46