„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 09:30 HK er á leið inn í sitt sjöunda tímabil í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira