„Þetta er fallhópur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 11:31 Fylkismenn björguðu sér frá falli á síðasta tímabili. vísir/diego Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Fylkismenn tefli á tæpasta vað með því styrkja liðið ekki meira en þeir hafa gert fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar. Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30