Auglýsingin í fyrra var stórglæsileg og skemmtileg. Auglýsingin í ár gefur henni ekkert eftir.
Eins og áður er það fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem leikstýrir auglýsingunni.
Besta-deild karla hefst laugardaginn 6. apríl með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar. Besta deild kvenna hefst síðan sunnudaginn 21. apríl með tveimur leikjum.
Líkt og síðustu ár verða deildirnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Auglýsinguna má sjá hér að neðan.