Líkt við apa og klappað eins og hundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 10:17 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa lýsir reynslu sinni af kynþáttafordómum í Íslandi í dag. Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni. „Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“