Líkt við apa og klappað eins og hundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 10:17 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa lýsir reynslu sinni af kynþáttafordómum í Íslandi í dag. Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni. „Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
„Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira