„Með Rúnar Má erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 09:31 Skagamenn fagna sigrinum á Valsmönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, finnst teikn á lofti um að ÍA falli ekki í sama pytt og áður, þegar liðið hefur komið upp úr næstefstu deild. ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira