Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-31 | Haukar eiga montréttinn í Hafnarfirði Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 21:00 Tjörvi Þorgeirsson lét vel til sín taka í kvöld og skoraði sex mörk. vísir / pawel Haukar báru sigur úr býtum, 28-31 í grannaslag gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu sér inn góða forystu í fyrri hálfleik með Guðmund Braga fremstan í flokki, FH breytti varnarskipulagi sínu og svaraði vel í seinni hálfleik en frábær markvarsla Arons Rafns kom í veg fyrir FH sigur. Það var allt í járnum fyrstu mínútur fyrri hálfleiks. Fór frekar hægt af stað, bæði lið að þreifa hvort á öðru og finna opnanir. Bæði lið höfðu skorað fjögur mörk eftir um tíu mínútna leik en þá gáfu Haukarnir í og skoruðu þrjú í röð. Þennan þarf vart að kynna vísir / pawel FH tók leikhlé og reyndi að rétta úr sínum málum, vörnin var galopin oft á köflum og menn voru að taka afskaplega erfið skot hinum megin á vellinum. FH-ingar svöruðu vel fyrir sig strax eftir leikhlé með tveimur snöggum mörkum en fundu sig fljótt aftur í sama fari og áður. Þrátt fyrir að Daníel Freyr væri að verja illa í marki FH, tvö skot samtals í fyrri hálfleik, breyttu þeir ekki til fyrr en undir blálok seinni hálfleiks. Þrátt fyrir að gengi vel átti Ásgeir Örn einhver orð sem fóru illa í dómarann. Kollegi hans Sigursteinn Arndal var einnig áminntur í leiknum en það náðist ekki á mynd. vísir / pawel Haukar héldu áfram að keyra á því sem var að ganga upp fyrir þá. Guðmundur Bragi Ástþórsson fór þar fremstur í flokki, algjörlega stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá honum, átta mörk úr níu skotum og fimm stoðsendingar. Fimm mörkum munaði milli liðanna, 14-19, þegar gengið var til búningsherbergja. Guðmundur Bragi er með ágætis stökkkraftvísir / pawel FH kom af krafti inn í seinni hálfleikinn, sóknarleikurinn small saman og þeir breyttu í 5-1 vörn sem Haukar fundu engar glufur á. FH saxaði snöggt á fimm marka forystu Hauka og hún var orðin að engu á 42. mínútu, 23-23. Þá tóku Haukar leikhlé, héldu liðsfund og skiptu markverði sínum út. Aron Rafn Eðvarðsson fór í markið og átti algjörlega frábæra innkomu, sex skot varin og þar af þrjú víti. Aron Rafn Eðvarðsson varði sex af tíu skotum eftir að hann kom inn á.vísir / pawel FH komst yfir, 24-23, og örlagadísirnar virtust með þeim í liði. En eins og áður segir varði Aron Rafn virkilega vel í markinu og slökkti þennan vonarneista. Haukar komust aftur yfir, 27-25, og héldu þeim hvítklæddu frá sér það sem eftir lifði leiks. Guðmundur Bragi, sem byrjaði seinni hálfleikinn illa og sat meirihluta hans á bekknum, steig aftur á gólfið undir lokin, endurheimti æru sína og innsiglaði sigurinn á lokamínútum leiksins. „Alltaf ömurlegt að tapa en extra ömurlegt að tapa gegn Haukum“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. vísir / pawel „Mjög [svekktur], alltaf ömurlegt að tapa en extra ömurlegt að tapa gegn Haukum“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. Fyrri hálfleikur liðsins var arfaslakur og gerði þeim erfitt fyrir. Þrátt fyrir að svara ágætlega í seinni hálfleik tókst FH ekki að halda út og hampa sigri. „Við náttúrulega grófum okkur djúpa holu [í fyrri hálfleik]. Það kom ágæt svörun eftir hálfleik en svo bara höfðum við ekki það sem þurfti til, við klikkum annan leikinn í röð á fjórum vítum og það er bara eitthvað sem við getum ekki leyft okkur. Það eru svosem önnur klikk líka, en það svíður.“ Varnarleikur liðsins var ekki góður til að byrja með en hertist þegar leikskipulagið breyttist í seinni hálfleik. Þá tók markvörður liðsins einnig við sér. „Hvorki markvarsla né varnarleikur, það stóð ekki steinn yfir steini hjá okkur í fyrri hálfleik. Danni varði ekki mikið þar, en hann er góður markmaður og stóð sig vel í seinni hálfleik.“ Þetta var annað tap FH í röð eftir þrjá sigurleiki í deildinni. Þar áður töpuðu þeir í 8-liða úrslitum bikarsins fyrir Haukum. Hvernig finnst þjálfarum liðið líta út þegar úrslitakeppnin er á næsta leiti? „Það gefur augaleið að við erum ósattir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það mikilvægasta er að við förum að sjá betri frammistöðu heldur en í síðustu tveimur leikjum. Það er það allra mikilvægasta á þessum tímapunkti“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH
Haukar báru sigur úr býtum, 28-31 í grannaslag gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu sér inn góða forystu í fyrri hálfleik með Guðmund Braga fremstan í flokki, FH breytti varnarskipulagi sínu og svaraði vel í seinni hálfleik en frábær markvarsla Arons Rafns kom í veg fyrir FH sigur. Það var allt í járnum fyrstu mínútur fyrri hálfleiks. Fór frekar hægt af stað, bæði lið að þreifa hvort á öðru og finna opnanir. Bæði lið höfðu skorað fjögur mörk eftir um tíu mínútna leik en þá gáfu Haukarnir í og skoruðu þrjú í röð. Þennan þarf vart að kynna vísir / pawel FH tók leikhlé og reyndi að rétta úr sínum málum, vörnin var galopin oft á köflum og menn voru að taka afskaplega erfið skot hinum megin á vellinum. FH-ingar svöruðu vel fyrir sig strax eftir leikhlé með tveimur snöggum mörkum en fundu sig fljótt aftur í sama fari og áður. Þrátt fyrir að Daníel Freyr væri að verja illa í marki FH, tvö skot samtals í fyrri hálfleik, breyttu þeir ekki til fyrr en undir blálok seinni hálfleiks. Þrátt fyrir að gengi vel átti Ásgeir Örn einhver orð sem fóru illa í dómarann. Kollegi hans Sigursteinn Arndal var einnig áminntur í leiknum en það náðist ekki á mynd. vísir / pawel Haukar héldu áfram að keyra á því sem var að ganga upp fyrir þá. Guðmundur Bragi Ástþórsson fór þar fremstur í flokki, algjörlega stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá honum, átta mörk úr níu skotum og fimm stoðsendingar. Fimm mörkum munaði milli liðanna, 14-19, þegar gengið var til búningsherbergja. Guðmundur Bragi er með ágætis stökkkraftvísir / pawel FH kom af krafti inn í seinni hálfleikinn, sóknarleikurinn small saman og þeir breyttu í 5-1 vörn sem Haukar fundu engar glufur á. FH saxaði snöggt á fimm marka forystu Hauka og hún var orðin að engu á 42. mínútu, 23-23. Þá tóku Haukar leikhlé, héldu liðsfund og skiptu markverði sínum út. Aron Rafn Eðvarðsson fór í markið og átti algjörlega frábæra innkomu, sex skot varin og þar af þrjú víti. Aron Rafn Eðvarðsson varði sex af tíu skotum eftir að hann kom inn á.vísir / pawel FH komst yfir, 24-23, og örlagadísirnar virtust með þeim í liði. En eins og áður segir varði Aron Rafn virkilega vel í markinu og slökkti þennan vonarneista. Haukar komust aftur yfir, 27-25, og héldu þeim hvítklæddu frá sér það sem eftir lifði leiks. Guðmundur Bragi, sem byrjaði seinni hálfleikinn illa og sat meirihluta hans á bekknum, steig aftur á gólfið undir lokin, endurheimti æru sína og innsiglaði sigurinn á lokamínútum leiksins. „Alltaf ömurlegt að tapa en extra ömurlegt að tapa gegn Haukum“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. vísir / pawel „Mjög [svekktur], alltaf ömurlegt að tapa en extra ömurlegt að tapa gegn Haukum“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. Fyrri hálfleikur liðsins var arfaslakur og gerði þeim erfitt fyrir. Þrátt fyrir að svara ágætlega í seinni hálfleik tókst FH ekki að halda út og hampa sigri. „Við náttúrulega grófum okkur djúpa holu [í fyrri hálfleik]. Það kom ágæt svörun eftir hálfleik en svo bara höfðum við ekki það sem þurfti til, við klikkum annan leikinn í röð á fjórum vítum og það er bara eitthvað sem við getum ekki leyft okkur. Það eru svosem önnur klikk líka, en það svíður.“ Varnarleikur liðsins var ekki góður til að byrja með en hertist þegar leikskipulagið breyttist í seinni hálfleik. Þá tók markvörður liðsins einnig við sér. „Hvorki markvarsla né varnarleikur, það stóð ekki steinn yfir steini hjá okkur í fyrri hálfleik. Danni varði ekki mikið þar, en hann er góður markmaður og stóð sig vel í seinni hálfleik.“ Þetta var annað tap FH í röð eftir þrjá sigurleiki í deildinni. Þar áður töpuðu þeir í 8-liða úrslitum bikarsins fyrir Haukum. Hvernig finnst þjálfarum liðið líta út þegar úrslitakeppnin er á næsta leiti? „Það gefur augaleið að við erum ósattir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það mikilvægasta er að við förum að sjá betri frammistöðu heldur en í síðustu tveimur leikjum. Það er það allra mikilvægasta á þessum tímapunkti“ sagði Sigursteinn að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti