Ferðaóðir Íslendingar þyrpast í ferðalög innanlands sem utan Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. mars 2024 20:17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit í Ártúnsbrekkunni síðdegis þegar Íslendingar streymdu út á land. Á Keflavíkurflugvöllur var spennan vegna páskafrísins áþreifanleg. Nú þegar páskarnir eru handan við hornið flykkjast Íslendingar í ferðalög. Á Keflavíkurflugvelli eru öll langtímastæði full þrátt fyrir að 300 hafi bæst við á síðustu dögum. Í Ártúnsbrekkunni síðdegis var stöðugur straumur bíla út á land. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum. Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum.
Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira