„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:00 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. „Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
„Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti