Rússar flytja inn eldsneyti eftir drónaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 23:28 Útflutningsbann var sett á eldsneyti í Rússlandi í byrjun mánaðarins. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Rússlandi eru sagðir hafa flutt inn eldsneyti frá Belarús í þessum mánuði, vegna samdráttar í framleiðslu. Úkraínumenn hafa gert drónaárásir á þó nokkrar olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum en útflutningur á eldsneyti var bannaður í upphafi mánaðarins. Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði. Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði.
Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira