Góður smalahundur er toppurinn á tilverunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 20:31 Linn Kristín Flaten, kennari á námskeiðinu, sem mikil ánægja var með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fátt sem toppar það að eiga góðan smalahund segja þeir sauðfjárbændur, sem fóru með hundana sína á smalahundanámskeið hjá norskum smalahundaþjálfara á Hellu. Námskeiðið fór fram hér í Rangárhöllinni við Hellu. Það heppnaðist einstaklega vel enda stóðu hundarnir og eigendurnir sig afbragðs vel. Námskeiðið var haldið í samvinnu Landbúnaðarháskóla Íslands og Smalahundafélags Íslands en um tvö tveggja daga námskeið var að ræða í Rangárhöllinni. Leiðbeinandinn, Linn Kristin frá Noregi er einstaklega fær í sínu fagi. „Það er náttúrulegt eðli hundanna að umkringja fé og smala því til eiganda síns. Þeir hlaupa því til að sækja fé. Einnig reka þér fé á undan eiganda sínum. Það eru engin takmörk fyrir því, sem hundarnir geta gert,” segir Linn Kristin. Það er ótrúlegt að sjá hundana vinna, þeir gera það svo vel, ekkert gelt og ekkert vesen, bara gengið í verkið eftir skipunum eiganda síns. Það er fátt annað, sem toppar það hjá sauðfjáreigendum en að eiga góðan smalahund.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja var með námskeiðið. En fengu hundarnir einhver verðlaun fyrir góða frammistöðu á námskeiðinu eða? „Nei, en það eru verðlaun hjá þeim að fá að smala meira, það er alla jafna. Þeim finnst meira gaman að fá að smala heldur en að fá einhver sérstök verðlaun,” segir Elín Heiða Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð í Skaftártungu. „Þetta var frábært námskeið, mjög gott námskeið, bara gott að fá svona fólk til landsins til að halda fyrirlestra og námskeið fyrir okkur,” segir Kristinn Hákonarson, bóndi á Móseli í Landsveit. „Mér fannst þetta frábært námskeið, það er svo gaman að læra mismunandi aðferðir við að temja hunda,” segir María Weiss, bóndi í Vestur Meðalholtum í Flóahreppi. „Ég er rosalega ánægð með þetta námskeið og að hafa þetta aðgengi að komast á námskeið með hundinn ef maður ætlar að reyna að gera þetta rétt, þá skiptir það öllu máli,” segir Eva Björk Kristborgardóttir, sem er búsett á Selfossi. Hundarnir eru ótrúlega fljótir að læra að smala og taka við skipunum frá eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Hundar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Námskeiðið fór fram hér í Rangárhöllinni við Hellu. Það heppnaðist einstaklega vel enda stóðu hundarnir og eigendurnir sig afbragðs vel. Námskeiðið var haldið í samvinnu Landbúnaðarháskóla Íslands og Smalahundafélags Íslands en um tvö tveggja daga námskeið var að ræða í Rangárhöllinni. Leiðbeinandinn, Linn Kristin frá Noregi er einstaklega fær í sínu fagi. „Það er náttúrulegt eðli hundanna að umkringja fé og smala því til eiganda síns. Þeir hlaupa því til að sækja fé. Einnig reka þér fé á undan eiganda sínum. Það eru engin takmörk fyrir því, sem hundarnir geta gert,” segir Linn Kristin. Það er ótrúlegt að sjá hundana vinna, þeir gera það svo vel, ekkert gelt og ekkert vesen, bara gengið í verkið eftir skipunum eiganda síns. Það er fátt annað, sem toppar það hjá sauðfjáreigendum en að eiga góðan smalahund.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja var með námskeiðið. En fengu hundarnir einhver verðlaun fyrir góða frammistöðu á námskeiðinu eða? „Nei, en það eru verðlaun hjá þeim að fá að smala meira, það er alla jafna. Þeim finnst meira gaman að fá að smala heldur en að fá einhver sérstök verðlaun,” segir Elín Heiða Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð í Skaftártungu. „Þetta var frábært námskeið, mjög gott námskeið, bara gott að fá svona fólk til landsins til að halda fyrirlestra og námskeið fyrir okkur,” segir Kristinn Hákonarson, bóndi á Móseli í Landsveit. „Mér fannst þetta frábært námskeið, það er svo gaman að læra mismunandi aðferðir við að temja hunda,” segir María Weiss, bóndi í Vestur Meðalholtum í Flóahreppi. „Ég er rosalega ánægð með þetta námskeið og að hafa þetta aðgengi að komast á námskeið með hundinn ef maður ætlar að reyna að gera þetta rétt, þá skiptir það öllu máli,” segir Eva Björk Kristborgardóttir, sem er búsett á Selfossi. Hundarnir eru ótrúlega fljótir að læra að smala og taka við skipunum frá eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Hundar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning