„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 08:37 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands á blaðamannafundi á fimmtudag eftir fund hans með Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. EPA/Marcin Obara Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58
Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26