Innlent

Verður Rang­ár­valla­sýsla eitt og sama sveitar­fé­lagið?

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög jákvæður fyrir sameiningu sveitarfélaganna þriggja í Rangárvallasýslu.
Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög jákvæður fyrir sameiningu sveitarfélaganna þriggja í Rangárvallasýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Svo gæti farið að sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu, þar að segja, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur sameinist í eitt sveitarfélag en sveitarstjórnirnar hafa fundað um sameiningu sveitarfélaganna. Yrði það raunin verður til um fjögur þúsund og fimm hundruð manna sveitarfélaga og þriðja landstærsta sveitarfélag landsins.

Að frumkvæði sveitarstjórnar Ásahrepps eru hafnar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna þriggja á svæðinu. Jákvæðni er í viðræðunum og sveitarstjórnarfólk greinilega tilbúið að skoða alla kosti í stöðunni, hvort sem af sameiningu verði eða ekki. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er allavega jákvæður fyrir sameiningu sveitarfélaganna.

„Ég hef verið mikill talsmaður á því að stækka þessar einingar, alveg sama hvaða kostur verður síðan valin, það er íbúa og annarra að taka afstöðu til þess en ég hef verði talsmaður þess að stækka þessar stjórnsýslueiningar til að gera þær öflugri. Ég er hlynntur sameiningu sveitarfélaga já,“ segir Jón Guðmundur.

Hvað heldur þú svona almennt með íbúana, vilja þeir sameinast eða vilja þeir bara vera sér?

„Ég held að fólk sé alveg tilbúið að skoða alla möguleika en svo verður bara að koma í ljós hvað verður,“ segir Jón.

Yrði sameining sveitarfélaganna að veruleika verða íbúar þess í kringum fjögur þúsund og fimm hundruð og það yrði um átta þúsund ferkílómetrar að stærð og þar með þriðja landstærsta sveitarfélag landsins.

Að frumkvæði sveitarstjórnar Ásahrepps eru hafnar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna þriggja í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×