Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 11:06 Lóa Bára segir Origo vilja varðveita íslenska tungu og hvetur fólk til að hafa samband hafi það tillögur að nýyrðum. Samsett Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. „Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“ Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels