Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 15:26 Margir ökumenn hafa lent í vandræðum í dag. Landsbjörg Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga. Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin
Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04
Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07