„Við erum vanir að spila einum færri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 22:44 Arnar Gunnlaugsson hampaði bikar að leik loknum vísir / hulda margrét Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti