Innlent

Enn lokað um Öxna­dals­heiði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Athuga á með opnun um Öxnadalsheiðina klukkan níu. 
Athuga á með opnun um Öxnadalsheiðina klukkan níu.  Vilhelm

Enn er ófært á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars um Öxnadalsheiði fyrir norðan og um Þröskulda fyrir vestan. 

Vegagerðin segir að á Vesturlandi sé hálka og hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum og þá er varað við mjög slæmu ástandi á slitlagi í Dölunum, frá Bröttubrekku og yfir í Gufudalssveit. Þá er vegurinn um Fróðárheiði lokaður.

Á Vestfjörðum er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi í Súðavíkurhlíð og lokað um Þröskulda og einnig á Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð og snjóþekja víða og þungfært milli Hjalteyrar og Dalvíkur. Á Siglufjarðarvegi er ófært í Almenningum og óvissustig vegna snjóflóðahættu og sömu sögu er að segja af Ólafsfjarðarmúla. Þá er vegurinn um Víkurskarð lokaður og á Þverárfjalli. Öxnadalsheiðin er svo enn lokuð en þar er unnið að mokstri. Nýjar upplýsingar koma um kl 9:00.

Á Austfjörðum var vegurinn um Fjarðarheiði opnaður í gærkvöldi en samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er vegurinn ófær sem stendur.


Tengdar fréttir

Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Vegir lokaðir víða um landið

Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×