Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 09:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51