Bréf til Íslands - hið fullkomna samfélag Valerio Gargiulo skrifar 2. apríl 2024 11:00 Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar