„Ég er rosalega á báðum áttum með FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 11:30 Heimir Guðjónsson sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildar karla. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, veit ekki alveg hvar hann hefur FH skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki