Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:59 María segir málin fleiri en eitt, og þau varði fleiri en einn einstakling. Vísir/Egill Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira