Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er einn besti markaskorari Evrópu eins og hún hefur sýnt með Wolfsburg og pólska landsliðinu. Getty/Grzegorz Wajda Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir. Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir.
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira