Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er einn besti markaskorari Evrópu eins og hún hefur sýnt með Wolfsburg og pólska landsliðinu. Getty/Grzegorz Wajda Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir. Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir.
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira