„Ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 11:30 Síðasta tímabil var langt og strangt hjá Breiðabliki. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir forsendur fyrir góðu gengi hjá Breiðabliki í Bestu deild karla í sumar. Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira