Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 15:00 Ingibjörg Sigurðardóttir á hóteli landsliðsins í Reykjavík. vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira