Segist hafa barist við Kína á Íslandi og borið sigur úr býtum Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 22:06 Donald Trump og Jeffrey Gunter á góðri stundu. Þeir eru fyrir miðju myndarinnar. drjeffgunter.com „Þetta er Jeff Gunter: vinnuveitandi, læknir og fjölskyldumaður. Sem sendiherra barðist hann við Kína og vann. Þegar mikið var í húfi valdi Trump Gunter til að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna. Nú býður Gunter sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings til að berjast enn og aftur fyrir málstaðnum um að setja Ameríku í fyrsta sæti. Hann mun þurrka upp fenið og berjast við öfgafullan „Woke“-boðskap Demókrata. Kjóstu 110 prósent stuðningsmann Trump, sendiherrann Jeff Gunter.“ Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46