Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn útskrifaður af spítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 09:19 Slayman ásamt unnustu sinni og læknum sínum. MGH Fyrsti maðurinn til að fá grætt í sig svínsnýra hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn 62 ára Richard „Rick“ Slayman, sem þjáist af nýrnabilun á lokastigi, horfir bjartsýnn til framtíðar og segir heilsu sína ekki hafa verið betri í langan tíma. Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira