Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á borði héraðssaksóknara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 14:31 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á vettvangi og sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann var svo úrskurðaður í farbann en er nú frjáls ferða sinna. Vísir Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra, stendur enn. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þegar málið hafi verið sent héraðssaksóknara í desember hafi enn verið að bíða eftir gögnum erlendis frá. „Nú stendur yfir tiltekin gagnaöflun og ég get ekki svarað því hvenær henni lýkur. Með öðrum orðum rannsókn málsins er ekki að fullu lokið svo unnt sé að taka ákvörðun um saksókn,“ segir í svari Karls. Ekki lengur í farbanni Karlmaður á þrítugsaldir er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Bar lögreglu þá að sleppa honum úr varðhaldi, þar sem tólf vikna hámarki hafði verið náð og maðurinn ekki ákærður í málinu. Hann var því í kjölfarið úrskurðaður í farbann, sem gilti til 1. desember. Farbannið yfir manninum var ekki framlengt. Fram kom í umfjöllun fréttastofu, sem byggð var á úrskurðum málsins sem birtir höfðu verið á vef Landsréttar, í janúar að manninum hafi andlátið verið ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsók hófst. Byggir það bæði á gögnum málsins og framburði mannsins sjálfs. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskot sönnunargagna málsins. Maðurinn viðurkenndi að hafa eytt og komið hjá gögnum, sem lögregla telur hafa sönnunargildi, og hafa fært lík Sofiu . Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Mjög umfangsmikil rannsókn Í júlí hafði maðurinn breytt ramburði sínum og lýsti atvikum aþnnig að hann hafi farið af heimili þeirra Sofiu morguninn 27. apríl og hún þá verið á lífi. Sá framburður hafi svo aftur breyst og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um tveimur klukkustundum síðar. Þá hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum, sem geymd voru á heimilinu, undan og reynt að fela ummerki um neyslu í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til að reyna að bjarga lífi Sofiu. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið heimilið klukkan átta um morguninn og dvalið á heimili bróður síns fram að hádegi. Þá hafi hann farið í bíltúr með systur sinni áður en hún keyrði hann aftur til bróðurins. Bróðirinn hafi þá komið og sótt hann um klukkan þrjú og skutlað honum aftur á vettvang. Bræðurnir voru handteknir á vettvangi þegar andlát Sofiu varð ljóst. Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar. Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þegar málið hafi verið sent héraðssaksóknara í desember hafi enn verið að bíða eftir gögnum erlendis frá. „Nú stendur yfir tiltekin gagnaöflun og ég get ekki svarað því hvenær henni lýkur. Með öðrum orðum rannsókn málsins er ekki að fullu lokið svo unnt sé að taka ákvörðun um saksókn,“ segir í svari Karls. Ekki lengur í farbanni Karlmaður á þrítugsaldir er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Bar lögreglu þá að sleppa honum úr varðhaldi, þar sem tólf vikna hámarki hafði verið náð og maðurinn ekki ákærður í málinu. Hann var því í kjölfarið úrskurðaður í farbann, sem gilti til 1. desember. Farbannið yfir manninum var ekki framlengt. Fram kom í umfjöllun fréttastofu, sem byggð var á úrskurðum málsins sem birtir höfðu verið á vef Landsréttar, í janúar að manninum hafi andlátið verið ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsók hófst. Byggir það bæði á gögnum málsins og framburði mannsins sjálfs. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskot sönnunargagna málsins. Maðurinn viðurkenndi að hafa eytt og komið hjá gögnum, sem lögregla telur hafa sönnunargildi, og hafa fært lík Sofiu . Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Mjög umfangsmikil rannsókn Í júlí hafði maðurinn breytt ramburði sínum og lýsti atvikum aþnnig að hann hafi farið af heimili þeirra Sofiu morguninn 27. apríl og hún þá verið á lífi. Sá framburður hafi svo aftur breyst og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um tveimur klukkustundum síðar. Þá hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum, sem geymd voru á heimilinu, undan og reynt að fela ummerki um neyslu í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til að reyna að bjarga lífi Sofiu. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið heimilið klukkan átta um morguninn og dvalið á heimili bróður síns fram að hádegi. Þá hafi hann farið í bíltúr með systur sinni áður en hún keyrði hann aftur til bróðurins. Bróðirinn hafi þá komið og sótt hann um klukkan þrjú og skutlað honum aftur á vettvang. Bræðurnir voru handteknir á vettvangi þegar andlát Sofiu varð ljóst. Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar.
Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“