Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 16:10 Eins og sjá má hefur Kourani komist í blöðin oftar en margur. Vísir/Sara Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt af Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 8. mars var framlengt um fjórar vikur, til þriðja maí næstkomandi. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið. Gagna frá tæknideild sé beðið og þegar þau berast verði málið sent Héraðssaksóknara til meðferðar. „Það eru svo góðar upptökur af þessu,“ segir hann. Missti vitið þegar hann fékk ekki bílpróf og hótaði að sprengja leikskóla Sem áður segir hefur Kourani ítrekað komist í kast við lögin. Í nýjasta dóminum yfir manninum segir að hann hafi þrisvar áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot. Með þeim dómi Héraðsdóms Reykjaness var hann dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og hann hafði einu sinni verið dæmdur til eins árs refsingar. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás með því að hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Í sama málinu var hann sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Hótanir Kouranis urðu meðal annars til þess að ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt. Hefur ofsótt vararíkissaksóknara og hrakti fjölskyldu úr landi Kourani hefur helst vakið athygli fjölmiðla fyrir að ofsækja Helga Magnús Gunnarsson, varahéraðssaksóknara. Helgi Magnús greindi frá því á Facebook þegar fréttir bárust af stunguárásinni að gerandinn væri sá hinn sama og hefði gert honum lífið leitt síðustu ár. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Þá var greint frá því skömmu eftir stunguárásina að eigandi OK Market hefði sent fjölskyldu sína úr landi af ótta við Kourani. Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir Kourani hafa áreitt hann stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Lögreglumál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. 13. mars 2024 18:30 Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01 Stakk tvo menn í Valshverfinu Maður sem veittist að tveimur mönnum og stakk þá var handtekinn af lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann hefur verið yfirheyrður í dag og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 13:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt af Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 8. mars var framlengt um fjórar vikur, til þriðja maí næstkomandi. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið. Gagna frá tæknideild sé beðið og þegar þau berast verði málið sent Héraðssaksóknara til meðferðar. „Það eru svo góðar upptökur af þessu,“ segir hann. Missti vitið þegar hann fékk ekki bílpróf og hótaði að sprengja leikskóla Sem áður segir hefur Kourani ítrekað komist í kast við lögin. Í nýjasta dóminum yfir manninum segir að hann hafi þrisvar áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot. Með þeim dómi Héraðsdóms Reykjaness var hann dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og hann hafði einu sinni verið dæmdur til eins árs refsingar. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás með því að hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Í sama málinu var hann sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Hótanir Kouranis urðu meðal annars til þess að ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt. Hefur ofsótt vararíkissaksóknara og hrakti fjölskyldu úr landi Kourani hefur helst vakið athygli fjölmiðla fyrir að ofsækja Helga Magnús Gunnarsson, varahéraðssaksóknara. Helgi Magnús greindi frá því á Facebook þegar fréttir bárust af stunguárásinni að gerandinn væri sá hinn sama og hefði gert honum lífið leitt síðustu ár. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Þá var greint frá því skömmu eftir stunguárásina að eigandi OK Market hefði sent fjölskyldu sína úr landi af ótta við Kourani. Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir Kourani hafa áreitt hann stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa.
Lögreglumál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. 13. mars 2024 18:30 Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01 Stakk tvo menn í Valshverfinu Maður sem veittist að tveimur mönnum og stakk þá var handtekinn af lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann hefur verið yfirheyrður í dag og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 13:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. 13. mars 2024 18:30
Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01
Stakk tvo menn í Valshverfinu Maður sem veittist að tveimur mönnum og stakk þá var handtekinn af lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann hefur verið yfirheyrður í dag og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 13:43
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent